Skip to main content

Fréttir / News

Sögur frá Reykjavík í Kubbnum

Í janúar opnaði Þórdís Erla Ágústsdóttir í Kubbnum í Ljósmyndasafni Reykjavíkur sýninguna Sögur frá Reykjavík í Kubbnum  en serán er hluti af langtímaverkefni Þórdísar Erlu, Heima hjá Íslendingum, sem hófst fyrir nokkrum árum. Segir um sýninguna á síðu safnsins: „Myndaröðin gefur innsýn í íslensk heimili og er tilkomin vegna löngunar ljósmyndarans til að búa til […]

Íbúð 5 í Ljósmyndasafni Reykjavíkur

Sýning Maríu Kristínar Steinsson, Íbúð 5, opnar í Skotinu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í dag, fimmtudaginn 11. desember, og stendur til 3. febrúar. Sýningin samanstendur af 15 ljósmyndum sem eru hluti af samnefndu verkefni. Myndirnar eru teknar á löngum lýsingartíma og fanga athöfn í heild sinni meðan hún á sér stað fyrir framan myndavélina. Með síendurteknum […]

Hvassast úti við sjóinn í Listasafni ASÍ

Laugardaginn 11. október kl. 15 opnar sýning Hallgerðar Hallgrímsdóttur, Hvassast úti við sjóinn, í Listasafni ASÍ. Sýningin samanstendur af fjórum verkum þar sem ljósmyndir, texti og fundið efni draga saman fram hljóðláta og gleymda fegurð hversdagsins. Sýningin stendur til 2. nóvember og safnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13 til 17 og […]

Rás í Hafnarborg

English below. Í Hafnarborg stendur myndlistarsýningin Rás yfir. Sýningarstjóri er Helga Þórsdóttir en hugmynd hennar að sýningunni var valin úr innsendum tillögum síðastliðið haust þegar kallað var eftir tillögum að haustsýningu í safninu 2014. Á sýningunni eru ný verk eftir myndlistarmennina Daníel Magnússon, Guðrúnu Hrönn Ragnarsdóttur, Ívar Brynjólfsson, Ívar Valgarðsson, Sólveigu Aðalsteinsdóttur og Þóru Sigurðardóttur. […]

Inner and Outer Landscapes

Síðastliðinn föstudag opnaði sýningin Inner and Outer Landscapes eða Innra og ytra landslag í Fotografisk Center í Kaupmannahöfn með ljósmyndum eftir unga listamenn frá Norðurlöndunum. Allir skoða þeir landslagið á mismunandi hátt, hvort sem um er að ræða borgarlandslag, landslag sem rómantíska hugmynd, landslag í listasögulegu samhengi eða á enn annan máta en Ingvar Högni […]

Framliðnir fiskar / The Dead Fish Collec

Föstudaginn 5. júní opnar Rúnar Gunnarsson sýningu sína Framliðnir fiskar í nýjum húsakynnum Gallery Bakarí að Skólavörðustíg 40. Fólk og fylgihlutir eru velkomnir milli 17 og 19. Hér er hægt að skoða verk Rúnars: www.flickr.com/photos/runargunn Hér er að finna síðu Gallery Bakarís: www.facebook.com/gallerybakari / On Friday the 5th of June Rúnar Gunnarsson’s exhibition The Dead […]

Betur sjá augu – Sýning í Þjóðminjasafni

Ljósmyndun íslenskra kvenna er umfjöllunarefni sýningarinnar Betur sjá augu sem opnar samtímis í Þjóðminjasafni Íslands og Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Á sýningunni verður að finna myndir íslenskra kvenljósmyndara frá seinni hluta 19. aldar til nútímans. Sýningin og bókin sem kemur út samhliða sýningunni, Betur sjá augu – ljósmyndun íslenskra kvenna 1872-2013, byggja á rannsókn sem bæði söfnin […]

Friðgeir Helgason með einkasýningu í Sco

Friðgeir Helgason verður með einkasýningu í Scott Edwards Gallery á hinni virtu ljósmyndahátíð Photo Nola í New Orleans. http://photonola.org/event/scott-edwards-gallery/ Sýningin opnar 14. desember og stendur til 5. apríl. Friðgeir sýnir verkefnið da parish – photographs of the st. bernard parish in louisiana Hér er hlekkur á heimasíðu Friðgeirs http://www.fridgeirhelgason.com/