Síðastliðinn föstudag opnaði sýningin Inner and Outer Landscapes eða Innra og ytra landslag í Fotografisk Center í Kaupmannahöfn með ljósmyndum eftir unga listamenn frá Norðurlöndunum. Allir skoða þeir landslagið á mismunandi hátt, hvort sem um er að ræða borgarlandslag, landslag sem rómantíska hugmynd, landslag í listasögulegu samhengi eða á enn annan máta en Ingvar Högni […]
Framliðnir fiskar / The Dead Fish Collec
Föstudaginn 5. júní opnar Rúnar Gunnarsson sýningu sína Framliðnir fiskar í nýjum húsakynnum Gallery Bakarí að Skólavörðustíg 40. Fólk og fylgihlutir eru velkomnir milli 17 og 19. Hér er hægt að skoða verk Rúnars: www.flickr.com/photos/runargunn Hér er að finna síðu Gallery Bakarís: www.facebook.com/gallerybakari / On Friday the 5th of June Rúnar Gunnarsson’s exhibition The Dead […]
Betur sjá augu – Sýning í Þjóðminjasafni
Ljósmyndun íslenskra kvenna er umfjöllunarefni sýningarinnar Betur sjá augu sem opnar samtímis í Þjóðminjasafni Íslands og Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Á sýningunni verður að finna myndir íslenskra kvenljósmyndara frá seinni hluta 19. aldar til nútímans. Sýningin og bókin sem kemur út samhliða sýningunni, Betur sjá augu – ljósmyndun íslenskra kvenna 1872-2013, byggja á rannsókn sem bæði söfnin […]
Friðgeir Helgason með einkasýningu í Sco
Friðgeir Helgason verður með einkasýningu í Scott Edwards Gallery á hinni virtu ljósmyndahátíð Photo Nola í New Orleans. http://photonola.org/event/scott-edwards-gallery/ Sýningin opnar 14. desember og stendur til 5. apríl. Friðgeir sýnir verkefnið da parish – photographs of the st. bernard parish in louisiana Hér er hlekkur á heimasíðu Friðgeirs http://www.fridgeirhelgason.com/
Listheimspekilegar vangaveltur um vegame...
Í hádeginu föstudaginn 6. September 2013 gefst einstakt tækifæri að hlýða á listamannaspjall um sýningu Spessa, nafnlaus hestur. Spessi mun þar ásamt Einari Kárasyni rithöfundi og Jóni Proppé listheimspekingi, tala um tilurð sýningarinnar. Mun þríeykið skoða vegamenninguna út frá Djöflaeyjunni og áhrifum skrifa Jack Kerouac og upplifun sinni á Amerískri menningu. En allir hafa þeir […]
FRONTIERS OF ANOTHER NATURE – Pictures f
Á fimmtudaginn opnar sýningin FRONTIERS OF ANOTHER NATURE – Pictures from Iceland í Gallery Hippolyte í Helsinki. Sýnendur eru Katrín Elvarsdóttir, Bára Kristinsdóttir, Einar Falur Ingólfsson, Ingvar Högni Ragnarsson, Spessi og Pétur Thomsen. Um sýninguna segir meðal annars að í henni verði fjallað íslenskt landslag á nýjan hátt en hin klassíska framsetning á því látin […]
Nafnlaus hestur á Listahátíð
Spessi sýnir verkið Nafnlaus hestur í Ljósmyndasafni Reykjavíkur á Listahátíð. Verkið samanstendur af portrettmyndum af mótorhjólaköppum sem Spessi tók á tímabilinu 2011 – 2012 í nokkrum fátækustu ríkjum Bandaríkjanna: Kansas, Arkansas, Tennessee, Mississippi, og Louisiana. „Sýningin er öðrum þræði eins konar dagbók um ferðalög mín í félagsskap þeirra, um vinina sem ég eignaðist og allt […]
Sögustaðir í New York
Sýning Einars Fals Ingólfssonar Sögustaðir eða Saga Sites í Scandinavia House í New York hefur hlotið lofsamlega gagnrýni miðla vestanhafs. Í verkinu teflir Einar Falur saman vatnslitamyndum sem W. G. Collingwood vann á Íslandi árið 1897 og eigin ljósmyndum sem hann tók á árunum 2007-2009. Er þessi sýning stærri útgáfa af þeirri sem var sett […]